Santi Cazorla, miðjumaður Villarreal átti erfitt með sig eftir tap gegn Real Betis um helgina.
Um var að ræða leik í spænsku úrvalsdeildinni en Cazorla og félagar eru að berjast við fallið.
Villarreal situr í fallsæti en Cazorla klikkaði á vítaspyrnu í tapinu. Hann tók það inn á sig.
Cazorla grét eftir leik en sjö leikir eru eftir í deildinni, Villarreal er með 30 stig í 17 sæti sem er jafn mikið og liðið fyrir ofan. Sem er ekki í fallsæti.
Cazorla þarf því að þurka tárin og vinna næsta leik, það er nóg eftir.