Það er hart látið mæta hörðu hjá PSG þessa dagana en félagið ætlar ekki að gera Adrien Rabiot, miðjumanni félagsins neinn greiða. Rabiot fer frítt frá PSG í sumar.
Sú staðreynd að Rabiot neitar að skrifa undir nýjan samning, hefur sett af stað leiðindi. Félagið ætlar ekki að spila Rabiot meira.
Þá hefur hann verið bannað að mæta á æfingar næstu daga, ástæðan er læk við færslu á Instagram.
Rabiot lækaði færslu hjá Patrice Evra, fyrrum leikmanni Manchester United. PSG hatar Evra eftir frammkomu hans á leik PSG og United um daginn. Þar fagnaði Evra svakalega og hótaði svo á Instagram að berja Jerome Rothen, fyrrum leikmann PSG.
Nú vill PSG ekki sjá Rabiot á æfingum, vegna þess að hann var að læka við færslu Evra, samkvæmt frönskum miðlum. Bannið stendur þó stutt yfir, Rabiot má mæta á æfingu á miðvikudag, hann fær hins vegar ekkert að spila.