Allir knattspyrnuaðdáendur ættu að muna eftir Brasilíumanninum Ronaldinho sem hefur nú lagt skóna á hilluna.
Ronaldinho gerði garðinn frægan með Barcelona og lék einnig með liðum eins og AC Milan og Paris Saint-Germain.
Sonur Ronaldinho, Joao Mendes, er einnig efnilegur knattspyrnumaður og skrifaði undir sinn fyrsta samning í gær.
Mendes er aðeins 14 ára gamall en hann gerði samning við brasilíska stórliðið Cruzeiro.
Það er búist við miklu af Mendes sem er enn að þróa sinn leik en hann er nú samningsbundinn næstu fimm árin.
Mendes hefur aldrei treyst á það að hann sé sonur Ronaldinho og faldi það frá stjórnarmönnum Cruzeiro er hann æfði fyrst með félaginu.
Hann sagði þeim ekki hver faðir sinn væri og vildi aðeins vera dæmdur út frá eigin hæfileikum sem gekk upp að lokum.