fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Vildi ekki segja þeim frá pabba sínum – Endaði eins og í sögu

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir knattspyrnuaðdáendur ættu að muna eftir Brasilíumanninum Ronaldinho sem hefur nú lagt skóna á hilluna.

Ronaldinho gerði garðinn frægan með Barcelona og lék einnig með liðum eins og AC Milan og Paris Saint-Germain.

Sonur Ronaldinho, Joao Mendes, er einnig efnilegur knattspyrnumaður og skrifaði undir sinn fyrsta samning í gær.

Mendes er aðeins 14 ára gamall en hann gerði samning við brasilíska stórliðið Cruzeiro.

Það er búist við miklu af Mendes sem er enn að þróa sinn leik en hann er nú samningsbundinn næstu fimm árin.

Mendes hefur aldrei treyst á það að hann sé sonur Ronaldinho og faldi það frá stjórnarmönnum Cruzeiro er hann æfði fyrst með félaginu.

Hann sagði þeim ekki hver faðir sinn væri og vildi aðeins vera dæmdur út frá eigin hæfileikum sem gekk upp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið