KR 2-1 ÍA
1-0 Pablo Punyed(23′)
1-1 Bjarki Steinn Bjarkason(25′)
1-2 Björgvin Stefánsson(55′)
Það er KR sem fagnar sigri í Lengjubikarnum þetta árið eftir leik við ÍA í úrslitaleiknum í kvöld.
Bæði lið hafa verið á frábæru róli í keppninni undanfarnar vikur og var leikur kvöldsins spennandi.
KR komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Pablo Punyed en stuttu seinna jafnaði Bjarki Steinn Bjarkason metin fyrir ÍA.
Það var svo Björgvin Stefánsson sem tryggði KR sigur í leiknum og í keppninni með marki snemma í seinni hálfleik.
KR endar því mótið taplaust en liðið vanna alla sína leiki fyrir utan eitt jafntefli gegn Fylki.