Maxim Choupo-Moting, leikmaður Paris Saint-Germain, bauð upp á ótrúlegt klúður í kvöld er liðið mætti Strasbourg.
Staðan er 2-2 á Parc des Princes í París þessa stundina en PSG var að jafna með marki frá Thilo Kehrer.
Choupo-Moting hafði áður komið PSG yfir í leiknum en Strasbourg svaraði með tveimur mörkum og komst í 2-1.
Það er glæpur að hann hafi ekki bætt við öðru marki er framherjinn fékk boltann á marklínu gestanna og þurfti aðeins að pota honum inn.
Einhvern veginn tókst Choupo-Moting að stöðva boltann á línunni en hann var á leiðinni inn áður en hann blandaði sér í málið.
Sjón er sögu ríkari!
Here’s the Choupo miss. Incredible pic.twitter.com/gkCNHCwzRB
— Harry (@hecairns) 7 April 2019