fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Leiðinlegur og erfiður maður sem vildi ekkert með Ólaf hafa: ,,Gekk á í þrjú og hálft ár“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Ólafur þurfti eins og margir aðrir að takast á við mótlæti á ferlinum og þá helst hjá Zulte Waregem í Belgíu.

Þar lék Ólafur í fjögur ár frá 2011 til 2015 en hann kom til félagsins eftir dvöl hjá Sonderjyske í Danmörku.

Ólafur var lengi fastamaður í liði Waregem en hélt svo til Gelcnerbirligi í Tyrklandi árið 2015.

,,Þessi fjögur ár voru mjög góð og svo fannst mér fyrsta árið í Tyrklandi mjög gott,“ sagði Ólafur.

,,Heilt yfir held að ég hafi spilað 120 leiki með Zulte Waragem í playoffi og í Evrópukeppni á fjórum tímabilum. Það var mjög fínt í liði sem stóð sig mjög vel.“

,,Við lentum í öðru sæti árið 2013 og spiluðum hreinan úrslitaleik við Anderlecht og gerðum jafntefli. Þeir voru með eitt stig á okkur svo það var stöngin út. Svo töpuðum við bikarúrslitum árið eftir það. Heilt yfir var þetta frábær tími.“

Mótlætið tengdist aðallega þáverandi þjálfara liðsins sem var ekki mikill aðdáandi íslenska landsliðsmannsins.

Ólafur segir að þessi ágæti maður hafi verið erfiður og leiðinlegur og reyndi hann ítrekað að koma miðjumanninum burt.

,,Ég átti þarna í smá erjum við þjálfarann í þrjú og hálft ár en maður varð bara að bíta á jaxlinn.“

,,Hann var erfiður og leiðinlegur maður. Hann einhvern veginn kunni ekkert rosalega vel við mig af einhverjum ástæðum. Ég var ekki hans maður frá byrjun.“

,,Hann reyndi að ýta mér út eftir fyrsta tímabilið, ég var keyptur af öðrum. Hann var rekinn og þessi kom inn. Hann hafði þjálfað þarna áður svo hann þekkti part af leikmönnunum og við vorum nokkrir sem hann þekkti ekki og kærði sig ekki mikið um.“

,,Hann reyndi að koma mér út en stjórnarmenn vildu halda mér og maður var alltaf á tánum, það mátti ekkert út á bregða og þá var maður tekinn úr liðinu. Maður fann það alveg en á sama tíma var þetta gott lið og það var gott að takast á við svona mótlæti.“

,,Yfirleitt hef ég átt í mjög góðu sambandi við mína þjálfara í gegnum árin. Það er ekkert hægt að kvarta yfir mér, ég gaf alltaf 100 prósent í allt og gerði það sem mér var sagt en einhverra hluta vegna þá var hann ekki að fýla mig.“

,,Maður verður bara að láta það virka, þarna erum við komin með þrjú börn og er orðinn 32 ára. Þá fer það að minnka að lið séu að skoða mann mikið. Þetta voru mjög góð ár, mjög gaman að upplifa að spila í Belgíu og spila í Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórt nafn sett á sölulista

Stórt nafn sett á sölulista
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gyokeres rýfur þögnina eftir leik helgarinnar

Gyokeres rýfur þögnina eftir leik helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
433Sport
Í gær

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“

Segist hafa þurft að fara frá United til að finna hamingjuna – „Þegar þeir eru að hafa gaman kalla þeir mig sweetie“