David Neres er knattspyrnumaður sem margir kannast við en hann spilar með Ajax í Hollandi.
Neres er 22 ára gamall efnilegur leikmaður og á að baki einn landsleik fyrir Brasilíu sem kom á þessu ári.
Neres er í sambandi með fyrirsætunni Kira Winonca en hún er þýsk og er búsett í Hollandi.
Neres fór aðeins yfir samband þeirra í viðtali í gær en hann byrjaði á því að finna hana á Instagram. Hann var ekki lengi að sannfæra hana um að kíkja með sér á stefnumót.
,,Það er útlit fyrir það að þýskar konur elski brasilíska menn,“ sagði Neres við Het Parool.
,,Ég fann hana á Instagram og sendi henni einkaskilaboð: ‘Ég er David Neres, komdu til mín.’ – það var nóg til að tryggja stefnumót.“
,,Ég var um tíma leiður og ekki ánægður hjá Ajax en lagði mig fram og náði sætinu mínu á ný.“