Hatem Ben Arfa er mjög hæfileikaríkur knattspyrnumaður og hann hefur lengi verið þekktur fyrir það.
Ben Arfa hefur leikið fyrir öflug lið á ferlinum og má nefna Paris Saint-Germain, Nice, Newcastle og nú Rennes.
Hausinn á Ben Arfa hefur þó komið honum í vandræði og hefur metnaðaurinn ekki alltaf verið til staðar.
Frakkinn gerði tvennu í 3-3 jafntefli Rennes við Amiens í gær en fyrra mark hans var stórkostlegt.
Ben Arfa lék sér að vörn Amiens í fyrri hálfleik áður en hann tók skemmtilegr þríhyrningsspil við samherja sinn og skoraði.
Eins og þeir væru ekki þarna!
Hatem Ben Arfa is very good at football, isn’t he? pic.twitter.com/kyl1o4ZxVu
— Adam. (@AdamNUFC_) 7 April 2019