fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Sprengjuárásir urðu til þess að fjölskylda Ólafs flutti heim: ,,Tekur ekki séns með líf barnanna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Eftir fjögur ár með Arsenal tóku við erfiðir tímar, sleit krossband og óvissa tók við. Ólafur er með einstakt hugarfar sem gerði það að verkum að hann átti 18 ára feril í atvinnumennsku. Ólafur er mættur aftur heim en hann fer yfir feril sinn í þessu áhugaverða viðtali.

Ólafur lék með liði Genclerbirligi í Tyrklandi í eitt ár en hann var hjá félaginu frá 2015 til 2016.

Ólafur og hans fjölskylda voru ekki í Tyrklandi á besta tímanum en mikil læti og mótmæli voru í borginni Ankara þar sem liðið spilar.

Ólafur fer aðeins yfir þann tíma en ári seinna var hann búinn að færa sig um set í landinu.

,,Það voru læti þarna fyrsta árið, þetta ár sem við erum þá var það þrisvar eða fjórum sinnum þar sem strætóar voru sprengdir í miðborginni,“ sagði Ólafur.

,,Manni stóð ekkert alveg á sama, maður var bara sár og svekktur fyrir hönd fólksins að þetta væru svona einhver leiðindi. Það er bara pólitík sem fólk ræður ekki við.“

Að minnsta kosti 290 manns létu lífið í valdaránstilraun í Tyrklandi árið 2016 er Ólafur lék með liðinu.

Ólafur og hans fjölskylda voru ekki lengi að taka ákvörðun um það að flytja með börnin heim til Íslands.

,,Sumarið eftir þá verður þessi valdaránstilraun sem varð til þess að fjölskyldan fór heim. Ég skipti yfir í Karabukspor.“

,,Við tókum bara meðvitaða ákvörðun um að fara, krakkarnir voru í alþjóðlegum skólum inni í borginni og við sem foreldrar hugsuðum bara um það að við gætum ekki verið að taka sénsa, maður tekur ekki sénsa með eitthvað svona.“

,,Hvorki líf barnanna eða líf okkar eða einhverra í kringum okkur. Við tókum ákvörðun að vera ekkert að taka neina sénsa. Það féll allt í ljúf löð og það var allt í góðu í Tyrklandi og hefur verið síðan, þannig við getum svosem deilt um það hvort ákvörðunin hafi verið rétt.“

,,Við tókum þessa ákvörðun og stóðum við hana. Krakkarnir njóta góðs af því í dag að hafa komið ári fyrr heim til Íslands. Sérstaklega sonur okkar sem er með Down-heilkenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn

Tottenham búið að semja um kaupverð á enska landsliðsmanninum – Gæti tekið einhverja daga að fara í gegn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha

Sá fyrsti sem fær starf á Englandi sem iðkar trúarbrögð Sikha
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United

Keane segir að þetta sé stórt áhyggjuefni fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin

Rffillinn segir Ronaldo vera vælukjóa – Rifust í leik og Ronaldo fór að spyrja hann út í mánaðarlaunin
433Sport
Í gær

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma

United þarf að hreinsa skemmdu eplin út til að eiga séns á Donnarumma
433Sport
Í gær

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara

Sancho hafnar tilboði Roma – Sagður vilja fá væna summu frá United fyrir að fara