Það er í raun klikkað hversu margar vítaspyrnur lið Crystal Palace hefur skorað á þessu tímabili.
Palace er um miðja deild þessa stundina en liðið vann 1-0 sigur á Newcastle á útivelli í dag.
Eina mark leiksins skoraði Luka Milivojevic úr vítaspyrnu en hann er jafnvel öruggasta vítaskytta deildarinnar.
Milivojevic var að skora sitt tíunda mark á tímabilinu en þau hafa öll komið af vítapunktinum.
Serbinn hefur alls skorað 22 mörk fyrir Palace í efstu deild og hafa 19 af þeim komið af punktinum.
Milivojevic kom til Palace frá Olympiakos árið 2017 og er með 22 mörk í 82 leikjum.