Það eru margir að tala um hinn 19 ára gamla Dwight McNeil í dag en hann spilar með liði Burnley.
McNeil er aðeins 19 ára gamall en hefur komið inn í lið Burnley af miklum krafti á tímabilinu.
Hann er einnig orðinn hluti af U20 ára landsliði Englands og fær reglulega að spila í úrvalsdeildinni.
Saga McNeil er athyglisverð en hann er uppalinn hjá Manchester United þar sem honum var sparkað burt.
McNeil var á mála hjá United til ársins 2014 er honum var tjáð að fara annað. Þá kom Burnley til sögunnar og samdi við strákinn.
Það er ákvörðun sem United gæti séð eftir en horft er á McNeil sem mögulega stjörnu í framtíðinni.