Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo, var ekki lengi að falla fyrir knattspyrnuhetjunni en þau hafa verið saman í um þrjú ár.
Ronaldo er einn besti knattspyrnumaður heims en hann leikur fyrir ítalska stórliðið Juventus.
Parið hefur eignast eitt barn saman á þessum tíma en þau hittust er Ronaldo heimsótti Gucci verslun á Spáni.
Rodriguez var spurð út í samband þeirra í gær og segir að þau hafi bæði fallið fyrir hvort öðru um leið.
,,Fyrst þegar ég hitti Ronaldo þá vann ég í Gucci verslun og starfaði sem aðstoðarkona,“ sagði Rodriguez.
,,Nokkrum dögum seinna sáumst við aftur og þá gátum við talað við betri og rólegri aðstæður.“
,,Það var fyrir utan vinnuna mína. Þetta var ást við fyrstu sýn fyrir okkur bæði.“