Georgina Rodriguez, unnusta Cristiano Ronaldo hefur greint frá því hvernig ástin kviknaði hjá þessu stjörnupari. Ronaldo er einn besti íþróttamaður allra tíma og einn frægasti núlifandi einstaklingurinn.
Hann ætlaði að gera vel við sig einn góðan dag árið 2016, og skellti sér í Gucci búðina í Madrid. Þar hitti hann Georgina í fyrsta sinn.
Ronaldo ætlaði að versla sér góða merkjavöru en Georgina vann í búðinni, og afgreiddi kappann.
,,Í fyrsta sinn sem við hittumst, þá var ég að vinna í Gucci búðinni í Madríd. Nokkrum dögum síðan, hittumst við á viðburði hjá Gucci,“ sagði Georgina en saman eiga þau eitt barn.
,,Þar gátum við spjallað saman í rólegu andrúmslofti, þetta var ást við fyrstu sýn.“
Þau búa saman á Ítalíu í dag og Georgina elskar lífið með Ronaldo. ,,Mér líður best heima, með börnunum okkar og Ronaldo. Það er svo mikil ást á okkar heimili.“