Margir knattspyrnuaðdáendur eru undrandi þessa stundina eftir atvik sem kom upp á St. Mary’s, heimavelli Southampton í kvöld.
Liverpool vann þar 3-1 sigur á heimamönnum og tryggði sér um leið toppsætið.
Það voru þeir Jamie Carragher og Gary Neville sem sáu um að ræða leikinn á Sky Sports eftir lokaflautið.
Þeir tveir eru góðir félagar og hafa nú í nokkur ár séð um að fara yfir helstu atvik úrvalsdeildarinnar.
Eftir leikinn fengu tvímenningarnir spurningu frá blaðakonu Sky sem stóð á vellinum ásamt þeim félögum.
Eftir að hún hafði spurt spurninguna þá löbbuðu Carragher og Neville burt og ræddu málið sín á milli. Þeir skildu konuna eftir og veit enginn af hverju.
Margir skilja ekki hvað átti sér stað en dæmi nú hver fyrir sig.
What the fuck…pic.twitter.com/irpP57qKaI
— Football HQ (@FootbaII_HQ) 5 April 2019