Mohamed Salah komst loksins á blað fyrir lið Liverpool í kvöld er spilað var við Southampton.
Salah hefur ekki verið heitur fyrir framan markið síðustu vikur og hafði ekki skorað í níu leikjum í röð.
Hann skoraði þó gríðarlega mikilvægt mark fyrir Liverpool í kvöld sem vann að lokum 3-1 sigur.
Salah skoraði annað mark Liverpool og kom gestunum yfir og brutust út mikil fagnaðarlæti.
Salah var ekki lengi að rífa sig úr að ofan og fagnaði með stuðningsmönnum Liverpool.
Myndir af þessu má sjá hér.