Marco Silva, stjóri Everton, er búinn að ræða við markvörð liðsins, Jordan Pickford eftir atvik sem kom upp síðustu helgi.
Pickford lenti í slagsmálum fyrir utan skemmtistað í Sunderland eftir sigur Everton á West Ham í deildinni.
Pickford var að koma kærustu sinni til varnar en hún varð fyrir áreiti og var til að mynda kölluð ‘fituklessa’.
,,Það fyrsta sem ég gerði var að ræða við hann. Félagið er ekki ánægt með það sem gerðist,“ sagði Silva.
,,Það fylgir því ákveðin ábyrgð að vera knattspyrnumaður. Það er augljóst fyrir þeim hvað fylgir því.“
,,Ég var mjög skýr við hann í byrjun vikunnar og hann útskýrði fyrir mér hvað átti sér stað.“
,,Þegar þú ert knattspyrnumaður þá verðuru að vita það að svona getur komið upp og hann veit það.“