Nú er í gangi leikur Southampton og Liverpool en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Spilað er á St. Mary’s vellinum í Southampton og er staðan jöfn 1-1 þessa stundina.
Það voru heimamenn sem komust yfir með marki frá Shane Long áður en Naby Keita jafnaði fyrir Liverpool.
Það er þó útlit fyrir að mark Liverpool hafi ekki átt að standa en Mohamed Salah var rangstæður í uppbyggingunni.
Mikil reiði er á samskiptamiðlum eftir þetta mark en Liverpool er í harðri titilbaráttu við Manchester City og gæti þetta mark skipt sköpum.
Hér má sjá Salah fyrir innan.
Care to explain how this wasn’t ruled as offside with the linesman staring directly at Salah, @FA? pic.twitter.com/rZ5Ip1IBzH
— MC. (@M0161UK) 5 April 2019