fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Anton hafnaði nýjum samningi Vals: ,,Valsmenn tóku samninginn af borðinu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt stefnir í að Hannes Þór Halldórsson, skrifi undir hjá Val á dögunum. Þar með fær Valur, besta markvörð Íslands í sínar raðir. Hannes rifti samningi sínum hjá Qarabag, í Aserbaídsjan í dag. Rætt var um málið í Dr. Football í dag.

Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson, sem var frábær sumarið 2017. Anton fann ekki sitt besta form í fyrra en Valur reyndi að framlengja við hann í vetur.

Samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni, bauð Valur þessum öfluga markverði góðan samning. Anton vildi hins vegar hærri laun og það varð til þess að Valur „reif“ samninginn.

,,Samningaviðræður tóku langan tíma, samkvæmt mínum heimildum buðu Valsmenn honum mjög glæsilegan samning. Anton var alltaf að neita og vildi meira og meira, Valsmenn tóku samninginn af borðinu og rifu hann,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Valur er það félag sem hefur mesta fjármagnið á Íslandi og virðast leikmenn, reyna að nýta sér það.

,,Leikmenn eru farnir að koma fram við mitt gamla félag eins og Sparisjóð, sjúga hverja einustu krónu þarna. Það er stolt í Val, þeir tóku samninginn í burtu. Allar líkur á að Hannes sé að koma. Þeir héldu áfram að ræða við Anton í byrjun árs.“

Frá Messi í Pepsi deildina?

Anton verður samningslaus í haust og ef fram heldur sem horfir, þá yfirgefur hann herbúðir Vals.

Dr. Football má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum