Það er svakaleg barátta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en stuðningsmenn Liverpool láta sig dreyma um að 29 ára þrautaganga taki nú enda. Í bláa hluta Manchester er hins vegar Manchester City, sem gefur ekkert eftir. Nú þegar sex umferðir eru eftir er Manchester City á toppi deildarinnar með 80 stig en Liverpool með stigi minna í öðru sæti. Í venjulegu árferði væri Liverpool að leika sér að deildinni, en lið City er einstakt.
Hvar geta hlutirnir farið úrskeiðis?
Stuðningsmenn Liverpool horfa jafn mikið á leikina hjá sínu liði eins og hjá City, þeir vona að City misstígi sig og þá helst gegn Manchester United á útivelli, einnig gæti Tottenham gert eitthvað á Ethiad-vellinum. Segja má að erfiðasta verkefni Liverpool komi til nú um helgina gegn Southampton, á útivelli. Liðið fær einnig Chelsea í heimsókn, en lið Chelsea er vægast sagt hræðilegt á útivelli. Veðbankar telja að líkurnar á því að Liverpool vinni deildina séu ekki mjög miklar, liðið hefur ekki unnið deildina í 29 ár og gæti þurft að bíða enn lengur.
Leikir Liverpool:
5. apríl Southampton (Útivelli)
14. apríl Chelsea (Heimavelli)
21. apríl Cardiff (Útivelli)
26. apríl Huddersfield (Heimavelli)
4. maí Newcastle (Útivelli)
12. maí Wolves (Heimavelli)
Leikir Manchester City:
14. apríl Crystal Palace (Útivelli)
20. apríl Tottenham (Heimavelli)
24. apríl Manchester United (Útivelli)
28. apríl Burnley (Útivelli)
4. apríl Leicester (Heimavelli)
12. apríl Brighton (Útivelli)