fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Solskjær ætlar að sparka haug af leikmönnum burt: Þessir eru sagðir til sölu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United mun hreinsa til í herbúðum Manchester United í sumar. Hann er meðvitaður um það að breytinga er þörf, ef liðið ætlar sér aftur á toppinn.

Mikið hefur verið keypt á síðustu árum af mismunandi stjórum, blandan í hópnum er því ekkert sérstaklega góð.

Þannig er ljóst að Antonio Valencia, fyrirliði liðsins fer frítt í sumar en samningur hans er á enda. Sömu sögu er að segja af Matteo Darmian sem er samningslaus.

Bæði Marcos Rojo og Eric Bailly gætu verið seldir burt en Solskjær hefur litla trú á þeim.

Ander Herrera og Juan Mata hafa báðir verið að ræða nýja samninga en lítið gengur, báðir gætu farið frítt frá United í sumar. Herrera er orðaður við PSG og Juan Mata er orðaður við Barcelona.

Forráðamenn United eru svo opnir fyrir því að selja Alexis Sanchez eftir 18 mánuði hjá félaginu. Hann hefur ekki fundið sig.

Félagið vonast hins vegar til þess að ná að sannfæra David de Gea að framlengja samning sinn í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku