Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United mun hreinsa til í herbúðum Manchester United í sumar. Hann er meðvitaður um það að breytinga er þörf, ef liðið ætlar sér aftur á toppinn.
Mikið hefur verið keypt á síðustu árum af mismunandi stjórum, blandan í hópnum er því ekkert sérstaklega góð.
Þannig er ljóst að Antonio Valencia, fyrirliði liðsins fer frítt í sumar en samningur hans er á enda. Sömu sögu er að segja af Matteo Darmian sem er samningslaus.
Bæði Marcos Rojo og Eric Bailly gætu verið seldir burt en Solskjær hefur litla trú á þeim.
Ander Herrera og Juan Mata hafa báðir verið að ræða nýja samninga en lítið gengur, báðir gætu farið frítt frá United í sumar. Herrera er orðaður við PSG og Juan Mata er orðaður við Barcelona.
Forráðamenn United eru svo opnir fyrir því að selja Alexis Sanchez eftir 18 mánuði hjá félaginu. Hann hefur ekki fundið sig.
Félagið vonast hins vegar til þess að ná að sannfæra David de Gea að framlengja samning sinn í sumar.