Umboðsmenn eru kannski að bersta og versta sem hefur komið fyrir fótboltann en félög í ensku úrvalsdeildinni, borga umboðsmönnum stóra upphæð.
Enska úrvalsdeildin hefur birt gögn um það hvað félög greiddu umboðsmönnum síðasta árið. Um er að ræða frá 1 febrúar árið 2018, til 31 janúar í ár.
Liverpool er það félag sem er í algjörum sérflokki, félagið greiddi umboðsmönnum 43 milljónir punda á einu ári. Liverpool keypti dýra leikmenn, og þannig hafa umboðsmenn grætt vel.
Chelsea er í öðru sæti með 26 milljónir punda til umboðsmanna, 17 milljónum punda minna en Liverpool.
Manchester City kemur þar á eftir og Manchester United og Everton greiddu um 20 milljónir punda.
Burnley með Jóhann Berg Guðmundsson, borgar minnst eða aðeins um 4 milljónir punda til umboðsmanna.