Mauro Icardi sneri aftur í lið Inter Milan í kvöld sem spilar nú við Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni.
Icardi hefur lengi verið einn mikilvægasti leikmaður Inter og treystir liðið mikið á mörk hans.
Argentínumaðurinn hefur misst af síðustu leikjum liðsins en hann vill fá betri samning hjá félaginu.
Inter hefur ekki viljað gefa Icardi þau laun sem hann heimtar og hefur því verið frá undanfarnar vikur.
Hann sneri þó aftur í dag og skoraði annað mark Inter gegn Genoa en staðan er nú 3-0 fyrir gestunum.
Hörðustu stuðningsmenn Inter eru ekki hrifnir af hegðun Icardi og sögðu öðrum stuðningsmönnum að fagna ekki marki Icardi.
Sjá mátti einhvers konar leiðtoga í stúkunni sem reyndi að þagga niður í þeim sem fögnuðu markinu.
Myndband af þessu má sjá hér.
Icardi scores, but chiefs of Inter hard fans tell fans not to celebrate
(Inter ultras released a very harsh statement against him) pic.twitter.com/4stwXFWAA5— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 3 April 2019