Benjamin Mendy, bakvörður Manchester City er ekkert að hjálpa sér að komast aftur í náðina hjá Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Mendy hefur mikið verið meiddur og þess utan hefur hegðun hans utan vallar farið í taugarnar á Guardiola.
Mendy er að jafna sig eftir meiðsli og var ekki í hóp gegn Fulham á laugardag, hann ákvað því að skella sér út á lífið í Manchester.
Myndband var tekið af Mendy á LIV skemmtistaðnum í borginni klukkan 03:30 um nóttina, níu tímum áður en leikur City fór fram.
Þessi öflugi bakvörður er alltaf meiddur og hvernig hann hugsar um líkama sinn veldur áhyggum.
,,Hann er nógu gamall til að vita hvað á að gera,“ sagði Guardiola.
,,Ég er ekki faðir hans, ég myndi kjósa það að hann færi snemma heim en ég get ekki stjórnað leikmönnum þarna,“ sagði Guardiola.
Mendy mætti á æfingu daginn eftir, örugglega örlítið þunnur og þreyttur.