Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg þurftu að sætta sig við grátlegt tap í þýska bikarnum í gr.
Augsburg fékk RB Leipzig í heimsókn og var að tapa leiknum 1-0 er örfáar sekúndur voru eftir.
Þá steig Alfreð upp og jafnaði metin fyrir Augsburg á 94. mínútu og tryggði liðinu framlengingu.
Það leit út fyrir að vítakeppni myndi ráða úrslitum en á síðustu mínútu framlengingarinnar fékk Leipzig vítaspyrnu.
Marcel Halstenberg steig á punktinn á 120. mínútu og skoraði örugglega framhjá markverði Augsburg.
Alfreð byrjaði leikinn á varamannabekknum í gær en kom inná á 80. mínútu í venjulegum leiktíma.
Mark Alfreðs kemur eftir 5:25 í myndbandinu hér að neðan.