Pele, goðsögnin frá Brasilíu var fluttur með nokkru hraði á sjúkrahús í París í dag. Fjölmiðlar þar í landi segja frá.
Sagt er að Pele hafi verið með mikinn hita og fengið krampa í líkama sinn.
Veikindi hans eru ekki sögð vera lífshættuleg en ákveðið var í nokkru flýti að koma honum undir lækishendur.
Pele var í París a hitta Kylian Mbappe, eina skærustu stjörnu fótboltans. Pele er að margra mati besti knattspyrnumaður sögunnar.
Hann átti magnaðan feril og varð Heimsmeistari með Brasilíu en hann er 78 ára gamall í dag.
Veikindin fóru að hrjá Pele í nótt en Mbappe er oft líkt við þennan mikla snilling.