Það eru ekki margir knattspyrnumenn sem eru eins á velli og Phil Jones, varnarmaður Manchester United.
Jones hefur lengi verið á mála hjá enska stórliðinu en margir telja hann þó ekki vera nógu góðan fyrir félagið.
Englendingurinn lék með United í gær í leik gegn Wolves en hans menn töpuðu að lokum, 2-1.
Jones var ekki sannfærandi í sigurmarki Wolves en Chris Smalling endaði á að setja boltann í eigið net eftir vandræði við marklínuna.
Jones er þekktur fyrir það að bjóða upp á ansi skrautlega svipi og í gær var hann upp á sitt besta.
Myndband af varnarmanninum fær nú að njóta sín á netinu og er verið að deila því út um allt.
Orð eru óþörf.
Ren fotballkunst fra Phil Jones ? pic.twitter.com/1clFvLPBpO
— TV 2 Sporten (@2sporten) 3 April 2019