Tottenham spilar nú við Crystal Palace en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er sögulegur leikur fyrir Tottenham en liðið er að spila sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli.
Völlurinn er glæsilegur en hann hefur lengi verið í vinnslu og spilaði Tottenham á Wembley á meðan hann var ekki klár.
Nú er hins vegar allt orðið klárt og var því fagnað innilega fyrir leikinn gegn Palace í kvöld.
Það var boðið upp á flugeldasýningu á vellinum fyrir upphafslautið og var stemningin frábær.
Staðan í leiknum er markalaus þessa stundina en búið er að flauta fyrri hálfleikinn af.