Harry Maguire, varnarmaður Leicester og enska landsliðsins varð faðir í fyrsta sinn í gær
Hann eignaðist barnið með unnustu sinni, Fern Hawkins en ensk blöð leggja saman tvo og tvo.
Barnið fæddist níu mánuðum upp á dag, eftir frækinn sigur Englands á Kólumbíu á HM í Rússlandi.
Ensk blöð telja því að Maguire hafi nýtt tímann eftir leik með unnustu sinni og hlaðið í sitt fyrsta barn.
Maguire og unnusta hans eignuðust dóttir sem ber nafnið, Lillie Saint Maguire.