Franski knattspyrnulýsandinn Daniel Bravo á í hættu á að missa starf sitt eftir ummæli sem hann lét falla í kvöld.
Bravo starfar fyrir sjónvarpsstöðina beIN Sports og lýsti leik Strasbourg og Reims í efstu deild í Frakklandi.
Nuno da Costa, leikmaður Strasbourg, skoraði fallegt mark fyrir liðið í öruggum 4-0 heimasigri.
Bravo lýsti leiknum eins og svo oft áður en hann lét rasísk ummæli falla um Da Costa eftir markið.
,,Ekki slæmt miðað við að hann sé svartur,“ sagði Bravo í beinni útsendingu og hefur beIN Sports nú beðist afsökunar.
Bravo hefur einnig sjálfur beðist afsökunar á ummælunum og var Da Costa ekki lengi að fyrirgefa honum.
Da Costa birti mynd af þeim saman eftir leikinn í kvöld og skrifaði við hana: ,,Engar áhyggjur, menn mismæla sig. Hann vinnur of mikið!“
Pas d’inquiétude, un lapsus ça arrive, il travaille trop! @beinsports_FR arrêtez les matchs en milieu de semaine svp ? pic.twitter.com/MOITun9t15
— Nuno Da Costa (@Nuno_DC) 3 April 2019