Laun knattspyrnumanna geta verið ansi góð en Lionel Messi er í sérflokki þegar kemur að launum í dag. Messi fær 130 milljónir evra frá Barcelona á ári, fyrir skatt.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus kemur þar á eftir með 113 milljónir evra. Þessir tveir bestu leikmenn í heimi eru þeir einu, sem þéna yfir 100 mlljónir evra á ári.
Neymar sem er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar, fær rúmar 90 milljónir evra á ári frá PSG.
Athygli vekur að gríðarlegt stökk er niður í fjórða sætið þar sem Antoine Griezmann er, hann þénar 44 milljónir evra á ári. Það þætti ekki merkilegt í bókum Messi og Ronaldo.
Alexis Sanchez leikmaður Manchester United, er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 30 milljónir evra á ári.
Barcelona er að borga hæstu launin í boltanum í dag ef miðað við hversu marga leikmenn félagið á, á meðal þeirra launahæstu.
Diego Simeone er svo launahæsti þjálfari í heimi en Jose Mourinho sem fær áfram greitt frá Manchester United er í öðru sæti.
Thierry Henry sem var svo rekinn frá Monaco eftir stutt stopp þénar hressilega. Það var France Football sem tók saman.