Vahid Halilhodzic, stjóri Nantes í Frakklandi, hefur skotið harkalega á stórliðið Paris Saint-Germain fyrir leik liðanna í 16-liða úrslitum franska bikarsins.
Halilhodzic ræddi leik PSG við Manchester United í Meistaradeildinni en PSG tapaði seinni leiknum 3-1 á heimavelli í París.
Liðið hafði unnið fyrri leikinn 2-0 í Manchester og var því í ansi góðri stöðu fyrir síðari viðureignina.
Leikmenn PSG fengu í raun að gera það sem þeir vildu fyrir leikinn og mættu sjálfir til leiks á eigin bílum frekar en að ferðast saman í liðsrútu.
,,Hegðun liðsins fyrir leikinn var óskiljanleg. Hvernig gátu þeir sætt sig við það að leikmennirnir hafi mætt einir á völlinn, tveimur tímum fyrir leik?“ sagði Halilhodzic.
,,Undirbúningurinn fyrir leikinn, það voru risastór mistök. Þetta ekki boðlegt hjá stórliði. Ófagmannleg vinnubrögð.“
,,Í París þá er hætta á að umferðin verði mikil eða að slys hafi átt sér stað [sem myndi seinka komunni á völlinn]. Lærdómurinn er: ‘Þú hagaðir þér eins og smábarn svo þú verður að sætta þig við útkomuna eins og smábarn.’