Gary Neville segir að það séu tólf verkefni sem Ole Gunnar Solskjær og stórn Manchester United, þarf að leysa í sumar.
Um er að ræða samninga leikmanna, kaup á leikmönnum og sölur á leikmönnum.
,,Ef þú horfir á starfið næstu þrjá mánuðina, það eru líklega 12 verkefni sem Solskjær þarf að klára,“ sagði Neville.
United reynir að semja við David De Gea, Marcus Rashford og fleiri til lengri tíma.
,,Það eru fjórir leikmenn sem verða að fá nýja samninga, líklega þarf að fá fjóra nýja leikmenn og síðan selja fjóra, fyrir góða upphæð.“
Talið er að United muni í sumar reyna að selja Marcos Rojo, Eric Bailly og Alexis Sanchez.
,,Það þarf góðan mann í þetta bakvið tjöldin, einhvern sem getur leyst þessa flækju.“
,,Manchester United hefur ekki staðið sig vel á þessu sviði síðustu ár, þetta er mikið starf en Solskjær sér ekki um það, hvernig þetta fer, hefur samt mikil áhrif á hans frammistöðu.“