Manchester United tapaði mikilvægum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves.
United komst yfir snemma leiks er Scott McTominay skoraði með fínu skoti fyrir utan teig á 13. mínútu.
Diogo Jota jafnaði svo metin fyrir Wolves á 25. mínútu og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.
Það var svo Chris Smalling sem skoraði síðasta markið á Molineux en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 77. mínútu.
United spilaði með tíu menn lengi vel í seinni hálfleik en Ashley Young fékk rautt spjald á 57. mínútu og var rekinn af velli.
Fulham er á sama tíma fallið úr efstu deild eftir tap gegn Watford á Vicarage Road.
Staðan var jöfn, 1-1 eftir fyrri hálfleik en Watford skoraði þrjú mörk í seinni og vann sannfærandi 4-1 sigur.
Wolves 2-1 Manchester United
0-1 Scott McTominay(13′)
1-1 Diogo Jota(25′)
2-1 Chris Smalling(sjálfsmark, 77′)
Watford 4-1 Fulham
1-0 Abdoulaye Doucoure(23′)
1-1 Ryan Babel(33′)
2-1 Will Hughes(63′)
3-1 Troy Deeney(69′)
4-1 Kiko(75′)