Það er enginn knattspyrnustjóri sem þénaði meira en Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, á síðasta ári.
Þetta kemur fram í kvöld en Simeone þénaði 35 milljónir punda á síðasta ári. Hann hefur lengi gert gott starf á Spáni.
Jose Mourinho var næst launahæsti leikmaður ársins 2018 en hann þjálfaði Manchester United þar til í desember.
Þriðja sæti listanns vekur heldur betur athygli en það er Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal.
Henry þjálfaði aðeins eitt lið á síðasta ári en hann stoppaði í þrjá mánuði hjá Monaco áður en hann fékk sparkið.
Áður hafði Frakkinn verið aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu. Hann þénaði tæplega 22 milljónir punda árið 2018.
Hér má sjá launahæstu stjóra heims.