Lítið félag í Þýskalandi leigði út klúbbhúsið sitt á dögunum, það kom þeim verulega á óvart þegar stórt kynlífspartý átti sér svo stað í húsnæði félagsins.
Félagið leigði húsnæði sitt út, undir þeim formerkjum að þarna væri um að ræða steggjapartí. Atvikið átti sér stað í Wetter, sem er lítill bær fyrir utan Dortmund.
Foreldrar og starfsfólk félagsins var í áfalli, enda um leið og þetta stóra kynlífspartý fór fram, voru ungir krakkar að spila leik fyrir utan. Um var að ræða leik hjá U13 ára liði félagsins.
Atvikið átti sér stað um miðjan mars, foreldrar voru hissa þegar þeir horfðu á leikinn að fjöldi bíla keyrði upp að klúbbhúsinu. Fólk tók dýnur úr bílum sínum, auk þess að mikið magn af mat og áfengi var með í för.
Aðeins þeir sem voru með boðskort í þetta stóra kynlífspartý, tveir dyraverðir voru fyrir utan sem hleyptu eigendum húsins ekki inn.
Félagið ætlar að fara í mál við þá sem leigðu húsið.