Ashley Young, leikmaður Manchester United, fékk rautt spjald í kvöld er liðið mætti Wolves.
Young fékk að líta sitt annað gula spjald í seinni hálfleik er 34 mínútur voru eftir af leiknum sem er enn í gangi.
Young gat lítið kvartað yfir spjaldinu en það var dómarinn Mike Dean sem sendi bakvörðinn af velli.
Dean er nú fyrsti dómarinn í sögu úrvalsdeildarinnar til að gefa 100 rauð spjöld en hann er lang efstur á þeim lista.
Dean gaf sitt fyrsta rauða spjald í apríl árið 2001 er hann rak Nolberto Solano af velli í leik með Newcastle.
Young er fjórði leikmaðurinn sem fær rautt spjald frá Dean en hinir þrír eru þeir Nemanja Matic, Juan Mata og Rafael da Silva.