Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefur margoft komið sér í vesen síðan hann samdi við félagið.
Mendy þykir vera mjög öflugur bakvörður en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom frá Monaco.
Mendy átti að mæta á æfingu hjá City á laugardaginn fyrir leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hins vegar ákvað að mæta ekki en bakvörðurinn vissi það að hann myndi ekki taka þátt í leiknum sjálfum.
Mendy ákvað það að hann þyrft því ekki að mæta á æfinguna en Pep Guardiola, stjóri City, bjóst við honum.
Frakkinn var myndaður fyrir utan skemmtistað klukkan 03:30 að nóttu til, nokkrum klukkutímum áður en leikmenn áttu að mæta á æfingu.
Mendy hefur aðeins spilað 27 mínútur síðan hann meiddist á hné í nóvember. Hann byrjaði að æfa á fullu í síðustu viku.
Guardiola vildi ekki fara út í smáatriði á blaðamannafundi og hafði þetta að segja:
,,Þeir eru nógu gamlir til að vita hvað þeir þurfa að gera, ég er ekki pabbi hans,“ sagði Guardiola.
,,Það væri betra ef hann færi fyrr heim en ég stjórna þeim ekki í þessari stöðu. Ég er ekki pirraður, ég er mjög róleg manneskja.“