fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Djammaði fram á nótt og nennti ekki að mæta á æfingu – ,,Ég er ekki pabbi hans“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefur margoft komið sér í vesen síðan hann samdi við félagið.

Mendy þykir vera mjög öflugur bakvörður en hefur verið mikið meiddur síðan hann kom frá Monaco.

Mendy átti að mæta á æfingu hjá City á laugardaginn fyrir leik gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hins vegar ákvað að mæta ekki en bakvörðurinn vissi það að hann myndi ekki taka þátt í leiknum sjálfum.

Mendy ákvað það að hann þyrft því ekki að mæta á æfinguna en Pep Guardiola, stjóri City, bjóst við honum.

Frakkinn var myndaður fyrir utan skemmtistað klukkan 03:30 að nóttu til, nokkrum klukkutímum áður en leikmenn áttu að mæta á æfingu.

Mendy hefur aðeins spilað 27 mínútur síðan hann meiddist á hné í nóvember. Hann byrjaði að æfa á fullu í síðustu viku.

Guardiola vildi ekki fara út í smáatriði á blaðamannafundi og hafði þetta að segja:

,,Þeir eru nógu gamlir til að vita hvað þeir þurfa að gera, ég er ekki pabbi hans,“ sagði Guardiola.

,,Það væri betra ef hann færi fyrr heim en ég stjórna þeim ekki í þessari stöðu. Ég er ekki pirraður, ég er mjög róleg manneskja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum