

Vængmaðurinn Jamal Lowe á von á barni með eiginkonu sinni en hann er 24 ára gamall leikmaður Portsmouth.
Lowe spilar sinn stærsta leik á ferlinum síðar í dag er Portsmouth mætir Sunderland í úrslitum Checkatrade bikarsins á Wembley.
Lowe og eiginkona hans Bonnie eiga von á sínu öðru barni en Lowe vonar innilega að það eigi sér ekki stað um helgina.
Lowe upplifir drauminn með því að spila á Wembley en Portsmouth leikur í þriðju efstu deild Englands um þessar mundir.
,,Eiginkona mín er stressuð fyrir leiknum á sunnudaginn á meðan við undirbúum okkur fyrir Wembley,“ sagði Lowe.
,,Hún gæti átt hvenær sem er. Ég vona bara að hann láti ekki sjá sig og bíði aðeins með það.“
,,Við þurfum að sjá til hvort ég megi skíra hann eitthvað í höfuðið á Wembley ef við vinnum bikarinn.“