

Ryan Kent, leikmaður Rangers í Skotlandi, var stálheppinn að fá ekki rautt spjald gegn Celtic í dag.
Um er að ræða stærsta grannaslag Skotlands en Celtic hafði betur með tveimur mörkum gegn einu í hörkuleik.
Celtic er nú 13 stigum fyrir ofan Rangers í töflunni og útlit fyrir að liðið fagni titlinum enn eitt árið í röð.
Kent er í láni hjá Rangers frá Liverpool en hann kýldi fyrirliða Celtic, Scott Brown, undir lok leiksins í dag.
Dómarar leiksins misstu af atvikinu en Brown hafði ögrað leikmönnum Rangers áður en Kent missti stjórn á skapi sínu.
Myndir af þessu má sjá hér.

