

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gat brosað í dag eftir 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool er komið á toppinn eftir sigurinn en sjálfsmark Toby Alderweireld undir lokin reyndist sigurmark leiksins.
Klopp var ansi rólegur eftir sigurmarkið en hann segist ekki hafa séð almennilega það sem átti sér stað.
Þjóðverjinn er vanalega gríðarlega orkumikill eftir mörk liðsins en var lítið í því að hoppa um á hliðarlínunni í dag.
,,Ég var nokkuð rólegur því markið kom mér á óvart. Ég sá skalla og svo sá ég ekkert og sv vvoru leikmennirnir að fagna. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig boltinn fór inn,“ sagði Klopp.
,,Það er ennþá mikið eftir. Ég var ekki ánægður með markið sem við fengum á okkur en ég held að við höfum þurft á því að halda.“
,,Við fengum fjölmörg góð færi í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark en byrjuðum að slaka of mikið á í þeim seinni.“
,,Við erum í samkeppni við besta lið heims í Manchester City og vorum nú að spila við eitt besta lið heims, það er erfitt verkefni.“
,,Við getum spilað betri fótbolta en við áttum góð augnablik í fyrri hálfleik, ekki svo mörg í seinni.“