fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Klopp útskýrir af hverju hann missti sig ekki eftir markið: ,,Kom mér á óvart“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gat brosað í dag eftir 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool er komið á toppinn eftir sigurinn en sjálfsmark Toby Alderweireld undir lokin reyndist sigurmark leiksins.

Klopp var ansi rólegur eftir sigurmarkið en hann segist ekki hafa séð almennilega það sem átti sér stað.

Þjóðverjinn er vanalega gríðarlega orkumikill eftir mörk liðsins en var lítið í því að hoppa um á hliðarlínunni í dag.

,,Ég var nokkuð rólegur því markið kom mér á óvart. Ég sá skalla og svo sá ég ekkert og sv vvoru leikmennirnir að fagna. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig boltinn fór inn,“ sagði Klopp.

,,Það er ennþá mikið eftir. Ég var ekki ánægður með markið sem við fengum á okkur en ég held að við höfum þurft á því að halda.“

,,Við fengum fjölmörg góð færi í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark en byrjuðum að slaka of mikið á í þeim seinni.“

,,Við erum í samkeppni við besta lið heims í Manchester City og vorum nú að spila við eitt besta lið heims, það er erfitt verkefni.“

,,Við getum spilað betri fótbolta en við áttum góð augnablik í fyrri hálfleik, ekki svo mörg í seinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt

Bruno Fernandes tók fram úr goðsögn í gær – Metið verður þó seint bætt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?

Fjögur félög sýndu Damir áhuga – Reið þessi veglegi launapakki í Grindavík baggamuninn?