fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Klopp útskýrir af hverju hann missti sig ekki eftir markið: ,,Kom mér á óvart“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gat brosað í dag eftir 2-1 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool er komið á toppinn eftir sigurinn en sjálfsmark Toby Alderweireld undir lokin reyndist sigurmark leiksins.

Klopp var ansi rólegur eftir sigurmarkið en hann segist ekki hafa séð almennilega það sem átti sér stað.

Þjóðverjinn er vanalega gríðarlega orkumikill eftir mörk liðsins en var lítið í því að hoppa um á hliðarlínunni í dag.

,,Ég var nokkuð rólegur því markið kom mér á óvart. Ég sá skalla og svo sá ég ekkert og sv vvoru leikmennirnir að fagna. Ég hafði ekki hugmynd um hvernig boltinn fór inn,“ sagði Klopp.

,,Það er ennþá mikið eftir. Ég var ekki ánægður með markið sem við fengum á okkur en ég held að við höfum þurft á því að halda.“

,,Við fengum fjölmörg góð færi í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark en byrjuðum að slaka of mikið á í þeim seinni.“

,,Við erum í samkeppni við besta lið heims í Manchester City og vorum nú að spila við eitt besta lið heims, það er erfitt verkefni.“

,,Við getum spilað betri fótbolta en við áttum góð augnablik í fyrri hálfleik, ekki svo mörg í seinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina

Emi Martinez var mjög nálægt því að fara til United – Amorim tókst ekki að sannfæra stjórnina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham

Lið helgarinnar í enska – Einn frá Arsenal en þrír frá Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“

Jóhann Ingi leggur til róttækar breytingar í pistli í Morgunblaðinu – „Þegar all­ir eru orðnir þreytt­ir er ekki sér­lega góð hug­mynd“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli

Wissa í stríð við félagið og hegðun hans á Instagram vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum

Sjáðu myndirnar – Vakti furðu í tveggja ára afmæli dóttur sinnar í gegnsæjum fötum