

Hollywood-stjarnan James Corden er mikill stuðningsmaður West Ham á Englandi og horfir á flesta leiki liðsins.
Corden hefur gert garðinn frægan í Bandaríkjunum undanfarin ár en hann er grínisti og sér um sinn eigin sjónvarpsþátt.
Fyrir það var Corden þekktur grínisti á Englandi en frægð hans tók stórt stökk eftir að hann flutti til Bandaríkjanna.
Declan Rice er nýjasta stjarna West Ham en hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið.
Rice er einnig orðinn hluti af enska landsliðinu og tók þátt í verkefninu í undankeppni EM í vikunni.
Hann fékk óvænt símtal frá Corden eftir undirskriftina sem kom verulega á óvart.
,,Þegar ég skrifaði undir þá var hringt í mig á FaceTime. Ég svaraði og þar var James Corden!“ sagði Rice.
,,Ég ólst upp við að horfa á hann í sjónvarpinu. Hann er stuðningsmaður West Ham og nú er hann byrjaður að hringja í mig.“
