

Ole Gunnar Solskjær er mjög vinsæll hjá Manchester United þessa dagana en hann fékk á dögunum nýjan þriggja ára samning.
Gengi United hefur batnað verulega síðustu mánuði síðan Solskjær tók við af Jose Mourinho.
Solskjær er ekki bara vinsæll í Manchester en hann er einnig dáður í heimalandi sínu, Noregi.
Solskjær kemur frá bænum Kristiansund í Noregi en þar búa um 25 þúsund manns.
Blaðamaðurinn Tom Sheen var staddur í Kristiansund í gær er United spilaði við Watford í ensku úrvalsdeildinni.
Það var ekkert líf í borginni um fjögur leytið er leikurinn fór fram – allir fengu sér sæti innandyra og horfðu á lið Solskjær spila.
Sheen tók ófáar myndir í borginni er leikurinn fór fram sem minnti á draugabæ í tvo klukkutíma.
