

Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni eftir klukkutíma er lið Liverpool og Tottenham eigast við.
Liverpool getur komist á toppinn á nýjan leik með sigri en liðið er tveimur stigum á eftir Manchester City þessa stundina.
Tottenham hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum og er án sigurs í síðustu fjórum umferðum.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag á Anfield.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Milner, Salah, Mane, Firmino.
Tottenham: Lloris, Trippier, Alderweireld, Sanchez, Vertonghen, Rose, Sissoko, Eriksen, Dele, Lucas, Kane