Það er ekki einn leikmaður á Englandi sem hefur komist framhjá varnarmanninum Virgil van Dijk síðan í mars í fyrra.
The Daily Mail heldur yfir þessa tölfræði en Van Dijk er af mörgum talinn besti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinn.
Hollendingurinn hefur spilað frábærlega síðan hann kom til Liverpool frá Southampton í janúar í fyrra.
Síðasta tilraun til að rekja boltann framhjá Van Dijk heppnaðist í mars í fyrra og var það miðjumaðurinn Mikel Merino.
Merino spilaði þá með Newcastle United en gekk í raðir Real Sociedad í sumarglugganum.
Van Dijk er dýrasti varnarmaður heims en hann kostaði Liverpool 75 milljónir punda.