Það er alltaf jafn athyglisvert að skoða dýrasta knattspyrnulið heims skipað dýrustu leikmönnum í hverri stöðu fyrir sig.
Undanfarin ár hefur félagaskiptamarkaðurinn breyst mikið og eru félög að borga mun hærri upphæð fyrir leikmenn en áður,
Dýrasti leikmaður heims er Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, sem kostaði félagið tæplega 200 milljónir punda frá Barcelona.
Annar dýrasti leikmaður heims er einnig hjá PSG en það er Kylian Mbappe, undrabarn franska landsliðsins.
34 ára gamall Cristiano Ronaldo kemst einnig í liðið en hann kostaði Juventus 99 milljónir punda í sumar.
Hér má sjá dýrasta lið sögunnar.