Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins í dag.
Norðmaðurinn var ráðinn endanlegur stjóri liðsins á dögunum og skrifaði undir þriggja ára samning.
Hann stýrði áður liði Cardiff í úrvalsdeildinni árið 2014 en entist ekki lengi áður en hann fékk sparkið.
Tommy Smith lék þá með Cardiff en hann hefur ekki marga góða hluti að segja um Solskjær sem var umdeildur á þessum tíma.
,,Mér leið aldrei eins og hann hefði góða stjórn á sínum leikmönnum,“ sagði Smith.
,,Hann er vinalegur maður og kom inn í búningsklefann þarna, það hefur bara virkað fyrir hann.“
,,Í fyrstu kom mér það á óvart að hann hefði verið ráðinn út tímabilið. Miðað við það sem ég sá hjá Cardiff, hann var í vandræðum. Ég bjóst ekki við að þetta myndi virka.“
,,Ég var örugglega sá sem gagnrýndi hann mest. Hann tók að sér mikið hjá Cardiff.“
,,Við vorum í vandræðum á botni úrvalsdeildarinnar og það er alltaf erfitt að koma inn þegar staðan er þannig.“
,,Við vorum örugglega í verri gæðaflokki en hann var vanur. Hann gerði ekki vel á markaðnum og það er örugglega ástæðan fyrir því að hann var rekinn.“