Það er engin manneskja á plánetunni sem elskar peninga meira en Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy.
Þetta segir Gerard Pique, leikmaður Barcelona en hann lék með Zlatan hjá félaginu á sínum tíma.
Það er nóg til hjá Zlatan sem hefur leikið með stórliðum eins og Juventus, Inter Milan, AC Milan, Manchester United og Barcelona.
Zlatan er kominn á seinni árin á ferlinum í dag og þénar sína peninga í Bandaríkjunum.
,,Hann er, sá maður sem elskar peninga meira en allir aðrir á plánetunni jörð,“ sagði Pique.
,,Hann sagði við okkur einn daginn: ‘Peningar skipta ekki mestu máli.’ Við sögðum ekkert og svo hélt hann áfram: ‘Að eiga mikið af peningum er það sem skiptir mestu máli.’