Matthías Vilhjálmsson átti frábæran leik fyrir lið Valerenga sem mætti Mjondalen í Noregi í kvöld.
Norska úrvalsdeildin er nú farin af stað á ný en um var að ræða fyrstu umferð þetta árið.
Matti Vill byrjaði hjá Valerenga en hann gekk í raðir liðsins frá Rosenborg eftir síðasta tímabil.
Framherjinn byrjar svo sannarlega vel en hann gerði bæði mörk Valerenga í góðum 2-0 heimasigri.
Valerenga var mun sterkari aðilinn í leiknum og skoraði Matti eitt mark í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni.