Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ekki stöðva sína leikmenn í að labba af velli ef þeir verða fyrir kynþáttarfordómum af hálfu stuðningsmanna.
Rasismi er vandamál í ensku úrvalsdeildinni eins og í öðrum deildum og segir Guardiola að það sé hægt að nota knattspyrnu sem vopn.
Raheem Sterling, dökkur leikmaður City, hefur til að mynda ófáum sinnum þurft að upplifa rasisma á velli bæði með City og enska landsliðinu.
,,Það væri hægt að gera það. Knattspyrnan er gott vopn til að vernda meginreglur mannfólksins,“ sagði Guardiola.
,,Fólk segir að þú megir ekki blanda saman pólitík og knattspyrnu en það er ekki rétt. Félagið og leikmennirinir geta gert þetta og við myndum fylgja þeim.“
,,Ég er ekki einn hjá þessu félagi, þetta þyrfti að fara í gegnum stjórnarformanninn og fyrirliðann en af hverju ekki?“