Það getur verið erfitt að vera Lionel Messi sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims í dag.
Messi hefur spilað frábærlega með Barcelona í mörg ár og er þá hluti af argentínska landsliðinu.
Messi er þó oft gagnrýndur í heimalandinu og þykir ekki spila eins vel fyrir þjóð sína og fyrir félagslið.
Það er oft erfitt fyrir Messi en sonur hans Thiago er byrjaður að spyrja pabba sinn út í hatrið sem hann þarf að glíma við.
,,Þetta er erfitt, sonur minn er alltaf að horfa á YouTube og sá myndband þar,“ sagði Messi.
,,Hann spurði mig af hverju þeir vildu drepa mig í Argentínu. Ég held samt áfram, ég vil vinna eitthvað með landsliðinu.“
,,Ég ætla að spila alla mikilvægustu leikina. Við komumst í úrslit HM árið 2014 og það var ekki auðvelt.“